2.3.2007 | 19:10
Löggan í tilvistarkreppu
Það var svo sem auðvitað að löggan myndi reyna eitthvað fáránlegt PR dæmi eftir frekar illt umtal vegna meints ofbeldis. Gallinn er bara sá að þetta er algert púður út í buskann ef svo má að orði komast.
1) "Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill enn vara við gylliboðum á netinu, em enn sé ekkert lát á". Halló, halda þeir hjá ríkisrassíunni að það verði eitthvað lát á þessu í framtíðinni eða að þetta sé eitthvað nýtt yfirhöfuð? Eitthvað rámar mig í að hafa fengið fyrsta "gylliboðið" í tölvupóstu árið 1998 og þau skipta þúsundum síðan.
2) "Er netnotendum ráðlagt að leita til lögreglunnar ef þeim berist grunsamleg gylliboð." Ok, hvað ætlar hin íslenska lögregla að gera við póst sem er sendur gegnum hakkaða tölvu í Argentínu sem er svo aftur stjórnað af hakkaðri tölvu á Íslandi osfrv . . . Þetta er náttlega ekkert annað en barnaskapur í besta falli en að háalvarlegt embætti sé notað í jafn ómerkilegan hræðsluáróður að hætti Göbbels er bara sorglegt.
3) "Að þessum boðum standi óprúttnir aðilar sem einskis svífist, og jafnvel dæmi um að hryðjuverkamenn noti þessa aðferð til að fjármagna.". Bíðum við, það er til orð yfir þetta á íslensku, við köllum svona lið svindlara og þeir hafa verið til í þúsundir ára. Þetta með hryðjuverkamennina er náttlega bara grátlegt, búhú vonda fólkið úti í hinum stóra heimi.
Mergur málsins að mínu mati er að hér þar fólk að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Öllum finnst sjálfsagt að hleypa ekki hverjum sem er inná gólf til sín, það sama gildir í netheimum, ekki smella á hvað sem er bara afþví að það hljómar vel. Löggan á íslandi á ekkert með það að vera einhver barnapía á fullorðið fólk, sér í lagi þegar hún hefur ekki rassgat í bala hugmynd um hvað hún er með í höndunum, eða segir maður lyklaborðinu hér?
Lögreglan ítrekar aðvaranir sínar vegna gylliboða á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Guðmundur Egilsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.