1.2.2007 | 22:55
Blogg . . . Blúgg . . . Blagg . . .
Tjahh . . . þá er maður víst kominn í bloggheima . . . eiginlega var ég nú bara tilneyddur að fá mér þetta yfirhæpaða dót. Lenti í alveg ágætri rimmu við Jón Val Jensen úberbloggara um það sem mér sýnist á endanum snúast um að vera trúaður eða ekki, eins og það skipti í raun máli. Slóðinn er http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/113127/ og ég bara verð að segja . . . kallinn er iðinn við kolann og sannfærður í sinni túlkun á þeim ágætu trúarbrögðum sem hann hefur gengist undir. Það er fínt fyrir hann. Sýnist gallinn vera sá að ég er alveg ósammála honum um margt og það fer greinilega í taugarnar á hinum ágæta Jóni. Módernísktíkar trúvillubrennur eru mér ekki að skapi og ef kristnir eru að hefja sig til flugs á svipuðum nótum og þeir gerðu hér í den, þ.e.a.s. ryðja úr vegi öllum sem pössuðu ekki í heimsmynd þeirra, og n.b. gerðu það í nafni kærleiks, þá segi ég bara nei, ekki aftur. Pössum okkur samt á að taka ekki "módernístískar trúvillubrennur" bókstaflega, það er til sægur af nútíma aðferðum við að þagga niður í fólki. Andtrúartalssinnar úr báðum áttum lesi kommentin mín hjá Jóni áður en þeir fara á flug.
Við svo má bæta að ég er alveg trúlaus samkvæmt einhverri klassískri skilgreiningu, legg það þó ekki að jöfnu við að hafa ekki trú á einhverju eða finna sér málstað til að styðja.
Nóg að sinni . . .
Um bloggið
Magnús Guðmundur Egilsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.