Jante Loven í fullum gangi

Já, það var heldur dapurlegt að verða vitni að norrænni fyrirhyggjustefnu í sinni verstu mynd núna um helgina í Kaupmannahöfn. Yfirvöldum virðist hafa verið mikið í mun að sýna mátt sinn og megin gagnvart meðlimum samfélagsins og sanna gildi Jante lagana http://en.wikipedia.org/wiki/Jante_Law Mál Ungerens er flókið og baráttan sem á sér stað á Nörrebro er ekki einvörðungu vegna hússins heldur líka þvi sem sumir Köpenbúar segja vera vilja yfirvalda og ráðandi afla til að "normalisera" umhverfið.

Það er vissulega áhugavert að vera bannað að taka myndir utan við átakasvæðið og verða vitni að lögreglu ganga upp að fólki og leita á því án þess að viðhafa formleg samskipti um ósk samvinnu eða yfirlýsingu stöðu grunaðs og handtöku þar á eftir. Nei, ég er ekki að tala um Bagdad heldur Köpen að kvöldlagi síðasta laugardag. 

 Stóra jafnaðarmannasnuðið gengur enþá ljósum logum . . . 

  


mbl.is Byrjað að rífa Ungdomshuset
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð . . . ofbeldi á ferð . . . eða . . .

Stal http://www.baraskit.se/random/archive/1/positions.html af b2.is . . . nú er bara að bíða eftir kæru fyrir klám, vændi og heimsins ofbeldi frá Sóleyu Tómasar og vina í  . . . Hvernig ætli þetta fari í Steingrím Joð, væntanlega einhvern veginn . . . "Ég mun aldrei leyfa . . ." enda maðurinn öðrum fremri um það hvernig lífið skal vera, Steingrim style.

Löggan í tilvistarkreppu

Það var svo sem auðvitað að löggan myndi reyna eitthvað fáránlegt PR dæmi eftir frekar illt umtal vegna meints ofbeldis. Gallinn er bara sá að þetta er algert púður út í buskann ef svo má að orði komast. 

1) "Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill enn vara við gylliboðum á netinu, em enn sé ekkert lát á". Halló, halda þeir hjá ríkisrassíunni að það verði eitthvað lát á þessu í framtíðinni eða að þetta sé eitthvað nýtt yfirhöfuð? Eitthvað rámar mig í að hafa fengið fyrsta "gylliboðið" í tölvupóstu árið 1998 og þau skipta þúsundum síðan. 

2) "Er netnotendum ráðlagt að leita til lögreglunnar ef þeim berist grunsamleg gylliboð." Ok, hvað ætlar hin íslenska lögregla að gera við póst sem er sendur gegnum hakkaða tölvu í Argentínu sem er svo aftur stjórnað af hakkaðri tölvu á Íslandi osfrv . . . Þetta er náttlega ekkert annað en barnaskapur í besta falli en að háalvarlegt embætti sé notað í jafn ómerkilegan hræðsluáróður að hætti Göbbels er bara sorglegt.

3)  "Að þessum boðum standi óprúttnir aðilar sem einskis svífist, og jafnvel dæmi um að hryðjuverkamenn noti þessa aðferð til að fjármagna.". Bíðum við, það er til orð yfir þetta á íslensku, við köllum svona lið svindlara og þeir hafa verið til í þúsundir ára. Þetta með hryðjuverkamennina er náttlega bara grátlegt, búhú vonda fólkið úti í hinum stóra heimi.

Mergur málsins að mínu mati er að hér þar fólk að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Öllum finnst sjálfsagt að hleypa ekki hverjum sem er inná gólf til sín, það sama gildir í netheimum, ekki smella á hvað sem er bara afþví að það hljómar vel. Löggan á íslandi á ekkert með það að vera einhver barnapía á fullorðið fólk, sér í lagi þegar hún hefur ekki rassgat í bala hugmynd um hvað hún er með í höndunum, eða segir maður lyklaborðinu hér?


mbl.is Lögreglan ítrekar aðvaranir sínar vegna gylliboða á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá, það virkaði . . . aftur . . .

Hmm . . . einhverra hluta vegna (örugglega 10 þumalputtar mín megin) þá virkaði bloggið ekki . . . en . . .vei, ég komst inn og nú skulum við sjá hvað gerist á næstu dögum.

Nei . . . ekki entist það lengi . . .

Elsku kallinn hann Jón svaraði mér alveg fullum hálsi og er orðinn frekar svekktur ef eitthvað er að marka kommentið. Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvað maðurinn getur lokað augunum fyrir því að hann skrifar fyrir opnum tjöldum um viðkvæm málefni og væntir svo þess að allir séu honum sammála eða alveg orðnir garnalausir af rökrembu. Mér finnst vera hægt að skilja skrif hans sem mjög öfgafull (lesa kommentin á blogginu fyrir r0kgjarna) og hann verður bara að þola ef fólk er honum svakalega ósammála, hvort sem honum finnst það málefnalegt eður ei. Annars grunar mig að kallurinn hafi lumskt gaman af þessu og leggist í kvöld á koddann með bros á vör yfir að hafa sýnt heiminum fram á hve margir vitleysingarnir eru.

Annað . . . útlitið á síðunni á örugglega eftir að breytast úr þessu lame ass dæmi ef ég nenni að halda henni við. . . (200 milljón dauðar bloggsíður segja sitt)


Blogg . . . Blúgg . . . Blagg . . .

Tjahh . . . þá er maður víst kominn í bloggheima  . . . eiginlega var ég nú bara tilneyddur að fá mér þetta yfirhæpaða dót. Lenti í alveg ágætri rimmu við Jón Val Jensen úberbloggara um það sem mér sýnist á endanum snúast um að vera trúaður eða ekki, eins og það skipti í raun máli. Slóðinn er http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/113127/ og ég bara verð að segja . . . kallinn er iðinn við kolann og sannfærður í sinni túlkun á þeim ágætu trúarbrögðum sem hann hefur gengist undir. Það er fínt fyrir hann. Sýnist gallinn vera sá að ég er alveg ósammála honum um margt og það fer greinilega í taugarnar á hinum ágæta Jóni. Módernísktíkar trúvillubrennur eru mér ekki að skapi og ef kristnir eru að hefja sig til flugs á svipuðum nótum og þeir gerðu hér í den, þ.e.a.s. ryðja úr vegi öllum sem pössuðu ekki í heimsmynd þeirra, og n.b. gerðu það í nafni kærleiks, þá segi ég bara nei, ekki aftur. Pössum okkur samt á að taka ekki "módernístískar trúvillubrennur" bókstaflega, það er til sægur af nútíma aðferðum við að þagga niður í fólki. Andtrúartalssinnar úr báðum áttum lesi kommentin mín hjá Jóni áður en þeir fara á flug.

Við svo má bæta að ég er alveg trúlaus samkvæmt einhverri klassískri skilgreiningu, legg það þó ekki að jöfnu við að hafa ekki trú á einhverju eða finna sér málstað til að styðja.

Nóg að sinni . . .  


Um bloggið

Magnús Guðmundur Egilsson

Höfundur

Magnús Guðmundur Egilsson
Magnús Guðmundur Egilsson
Uhh . . . um eiginlega allt sem í kollinn kemur hverju sinni
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband